Innskráning
Um netmiðlamælingar Gallup

Gallup á Íslandi mælir umferð netmiðla á Íslandi í samstarfi við alþjóðlega netmælingafyrirtækið comScore (www.comscore.com). ComScore er leiðandi í mælingum á netnotkun í heiminum og mælir netnotkun í 44 löndum. Í teljaramælingu Gallup eru mæld atriði eins og fjöldi notenda, innlita og flettinga á hvern mældan netmiðil. Hægt er að greina umferð eftir því hvaðan í heiminum hún kemur og þannig er innlend umferð aðgreind frá erlendri. Heimsóknir frá tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum er hægt að aðgreina og til til viðbótar býðst möguleiki á mælingum á notkun á smáforritum.

Topplistar á heimasíðu Gallup

Gallup birtir vikulega topplista yfir notkun á mældum miðlum á heimasíðu sinni, www.topplistar.gallup.is. Fyrir hvern mældan netmiðil er sýndur fjöldi notenda, innlita og flettinga yfir viku, fyrir meðaldag, meðal virkan dag og meðal helgardag. Innlend umferð er aðgreind frá erlendri og mögulegt er að sjá myndræna þróun. Þær upplýsingar sem koma fram topplistar.gallup.is eiga eiga bara við um umferð almennings á mælda netmiðla ekki alla netmiðla á landinu. Öllum netmiðlum stendur til boða að taka þátt í Netmiðlamælingum Gallup. Verð tekur mið af umfangi umferðar á hvern miðil. Ákveði netmiðill að taka þátt í mælingunni útbýr Gallup mælingarkóða sem netmiðill kemur fyrir í forritun miðilsins. Reikna má með því að það taka u.þ.b. viku að koma inn í mælinguna. Gögn um umferð mældra netmiðla eru aðgengilega á topplistar.gallup.is en auk þess gefst netmiðlum kostur á því að fá aðgang að nánari gögnum um umferð á sinn netmiðil með comScore Focus gegn aukakostnaði. Samhliða teljaramælingunni spyr Gallup um heimsóknir á stærstu netmiðlana í Neyslu- og lífstílskönnun Gallup. Þannig er hægt að áætla daglega dekkun netmiðla niður á lýðfræðihópa.

Hægt er að óska eftir þátttöku í Netmiðlamælingum Gallup eða fá nánari upplýsingar framkvæmd og verð með því að senda tölvupóst á Guðna Rafn Gunnarsson (gudni.gunnarsson@gallup.is) eða Þórhall Ólafsson (thorhallur.olafsson@gallup.is).